Orginal og Endurframleidd hylki

Viðskiptavinir okkar spyrja oft spurninga um endurframleidd dufthylki. Virka þau? Endast þau jafn lengi og orginal hylkin? Skemma þau prentarann? Geta þeir ógilt ábyrgð framleiðanda?
Til þess að veita svar við þessum spurningum skulum við útskýra aðeins þessar mismunandi tegundir hylkja: Orginal, „compatible“, endurframleidd, áfyllt og endurunnar. Ástæðan fyrir því er þegar það kemur að því að endurnýta eða endurvinna eru til mismunandi aðferðir og gæðastaðlar.