Endurunninn og endurfyllt hylki

Þegar talað er um endurunnar vörur er ekki endilega átt við ferli eða tækni til að framleiða vöru heldur bara að einhver hluti eða efni í því ferli hefur verið endurnýttur.
Við tölum um „endurfyllt“ þegar það er endurframleiðslu ferli sem samanstendur aðallega af að fá aðgang að dufti/bleki úr hylkinu (oft með að gata hylkið eða taka það í sundur að hluta til) og fylla á hylkið. Oftast er það gert án þess að hreinsa, taka allt í sundur og athuga hvað annað gæti verið að. Þessi aðferð hefur verið notuð af litlum fyrirtækjum og gefa þeim möguleika að verðleggja vörur sínar á lægra verði en keppinautarnir sínir.
Þú gætir verið að spyrja þig : „ok, hvað er að því?“
Þetta er í rauninni eins og með bíl að skipta um olíu án þess að skipta um filter. Málið er að það eru margir aðrir hlutir í hylkjum sem þarf einnig að skipta um vegna þess að þeir eru ekki gerðir til þess að endast svona lengi.

Orginal hylki

Þau eru framleidd af af sama framleiðenda og á búnaðinum sem þú keyptir (þ.e. HP, Canon, Xerox, Brother). Orginal eru yfirleitt gerð með því að nota blöndu af nýjum og endurunnum hlutum í verksmiðjum um allan heim. Til dæmis, á kassanum af HP C4127X getur þú lesið : „ Þessi nýlega framleidda vara getur innihaldið íhluti og efni endurheimt frá HP Planet Partners endurvinnslu kerfi“ og á kassanum á Canon FX-4: „Þetta hylki gæti innihaldið endurframleidda íhluti og endurunnin efni“
Aðal ástæðan fyrir því að þeir bera nafnið „orginal“ er vegna þess að þeir eru framleiddir af handhafa einkaleyfa sem gera það ólöglegt fyrir öðrum að framleiða eða halda fram að þær séu glænýjar. Það er samt sem áður algengt að það sé fleiri en eitt orginal hylki í sama prentarann. Þetta gerist þegar fyrirtæki selur leyfið eða hönnun á prentaranum sínum einhverjum öðrum.